Steinbergur Finnbogason hefur rekið eigin lögstofu í Reykjavík frá árinu 2008 og aflað sér réttinda til þess að flytja mál fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Á meðal viðskiptavina hans eru einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar. Helstu verkefni hans hafa jafnan verið á fjölmörgum og ólíkum sviðum lögfræðinnar.

Enda þótt málflutningur bæði til sóknar og varnar hafi alla tíð verið stór hluti af störfum Steinbergs hefur hann ávallt sett sáttargjörð í öndvegi og leitast við að halda deilumálum utan dómstóla. Steinbergur hefur einnig frá upphafi lagt metnað sinn í að fylgja málum fyrir umbjóðendur sína til hins ýtrasta og hvika hvergi frá þeirri grundvallarreglu að stjórnarskrárvarinn réttur þeirra fái framgang.
LSF - Lögstofa Steinbergs Finnbogasonar
Lækjargata 4, 101 Reykjavík
Sími
:::527::1500::: Farsími:::862::3030
steinbergur@lsf.is